Mynd: Karim Bouchetata/Geoff Robinson Photography
Mynd: Karim Bouchetata/Geoff Robinson Photography

Jólasnjórinn hefur loksins látið sjá sig og gleðjast margir yfir því eftir snjólausa byrjun á vetrinum. Þó við Íslendingar séum vanir því að sjá snjó á þessum árstíma eru mörg svæði heimsins þar sem sjaldan eða aldrei snjóar. Snjórinn lætur samt sem áður stundum sjá sig á óvenjulegum slóðum. Vefsíðan PopSci tók saman lista yfir nokkra þeirra og má sjá hann hér að neðan.

Mynd: Karim Bouchetata/Geoff Robinson Photography
Mynd: Karim Bouchetata/Geoff Robinson Photography

Sahara eyðimörkin
Í fyrsta sinn síðan árið 1979 féll snjór í bænum Ain Sefra í Algeríu sem staðsettur er í Sahara eyðimörkinni. Hitastig á svæðinu getur orðið nokkuð lágt á veturnar en er sjaldnast svo kalt að snjór nái að myndast. Myndir af snjókomunni náðu flugi á internetinu og má sjá eina þeirra hér að ofan.

Mynd: Flickr/Kanaka
Mynd: Flickr/Kanaka

Hawaii
Annað vinsælt fréttaefni í vetur hefur verið snjókoman á Hawaii. Þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur það líklega ekki mikið á óvart enda snjóaði á fjallinu Mauna Kea sem er í rúmlega 4000 metra hæð.

Mynd: Flickr/Masaki Tokutomi
Mynd: Flickr/Masaki Tokutomi

Tokyo
Tokyo borg er ekki þekkt fyrir mikla snjókomu, það breyttist þó árið 2016 þegar snjóaði í nóvembermánuði í fyrsta sinn í 54 ár. Samkvæmt NASA mátti rekja ástæðuna til kalds loftmassa frá Norðurheimsskautinu.

Cairo
Egyptaland er líklega best þekkt fyrir pýramída sína í eyðimörkinn en í fyrsta sinn í 60 ár snjóaði í borginni Cairo. Ekki snjóaði þó svo mikið að hinir frægu pýramídar hafi þakist snjó líkt og sumar myndir á internetinu sýndu.

Þó snjókoman hafi vakið kátínu hjá mörgum íbúum Cairo olli hún einnig vandræðum fyrir sýrlenska flóttamenn sem dvelja í flóttamannabúðum í nágrenninu.

Mynd: NASA
Mynd: NASA

Atacama eyðimörkin
Atacama eyðimörkin er einn þurrasti staður á Jörðinni er er þó ekki ónæm fyrir snjókomu. Árið 2011 snjóaði í eyðimörkinni og var það mesta snjókoma á svæðinu í yfir 50 ár.