Mynd: Techno Buffalo
Mynd: Techno Buffalo

Í næstu viku mun eiga sér stað sólmyrkvi á milli 23:19 þann 8. mars og 1:59 þann 9. mars, að Íslenskum tíma. Því miður verður sólmyrkvinn ekki sjáanlegur frá Íslandi í þetta sinn en hann mun sjást best á vissum svæðum í Indónesíu og í miðju Kyrrahafinu.

Þeir sem ekki ætla að leggja leið sína þangað geta nýtt sér tæknina og fylgst með sólmyrkvanum heima á tölvuskjánum á vefsíðu Slooh. Í myndbandinu hér að neðan frá NASA má síðan sjá hvar hægt er að sjá myrkvann.

Sólmyrkvar eiga sér stað um það bil tvisvar á ári en eru aðeins sýnilegir á afmörkuðu svæði í hvert skipti. Íslendingar fengu til að mynda að njóta sólmyrkvans þann 20. mars 2015 sem var svokallaður deildarmyrkvi og var sólin þá um 98% myrkvuð. Það mun þó ekki vera fyrr en 12. ágúst árið 2026 sem Íslendingar geta séð annan myrkva og verður þá um að ræða almyrkva, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum.