QJA4k2T

Sjaldgæfur atburður átti sér stað í fyrra þegar níu steypireyðir dóu við suðausturströnd Kanada. Líklegt þykir að hvalirnir hafi fest sig undir ís og ekki tekist að finna sé leið undan honum áður en þeir köfnuðu.

Steypireyður er í útrýmingarhættu (Balaenoptera musculus) og er atburðurinn þess vegna sérstaklega sorglegur. Vísindamenn ákváðu þó að nýta þetta einstaka tækifæri og varðveittu það sem þeir gátu af hræjunum til þess að auka þekkingu okkar á þessum mögnuðu dýrum.

Eitt af þeim tveimur dýrum sem varðveitt voru var flutt til Rocky Harbour í Nýfundnalandi og var það Jacqueline Miller sem fór fyrir hópnum.

Rannsóknarhópnum tókst að varðveita hjarta hvalsins sem Miller segir að ætti að vera það stærsta í dýraríkinu, endar er steypireyður stærsta dýr jarðar. Hjartað er engin smásmíð eða 1,5 metrar í þvermál, sem er reyndar minna en vísindamennirnir bjuggust við.

Hjörtu steypireyða hafa áður verið rannsökuð en þetta er í fyrsta skipti sem hjarta úr tegundinni er varðveitt í heilu lagi svo vitað sé.

Með því að varðveita hjartað vilja vísindamennirnir svar mikilvægum spurningum á borð við það hvort það sé í raun og veru hægt að synda í æðum þess.

Hægt er að læra meira um hjartað í myndbandinu hér að neðan sem er í boði BBC: