Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að plastmengun er alvarlegt vandamál sem hefur vaxandi áhrif á lífríki Jarðar. Til að sporna gegn vandanum hefur Framkvæmdastjórn ESB lagt fram tillögu til að reyna að draga úr plastmengun af völdum 10 algengustu einnota plastvara.

Í Evrópusambandinu eru plastúrgangur um 25 milljón tonn á ári. Þar af er minna en 30% endurunnið svo ljóst er að þörfin fyrir úrbætur er mikil.

Ef tillagan verður samþykkt munu takmarkanir taka gildi á notkun einnota plastvara og í sumum tilfellum verða þau alveg bönnuð. Þær 10 plastvörur sem tillagan fjallar um eru: eyrnapinnar, hnífapör, diskar, rör, pinnar til að hræra drykki og blöðru prik. Að auki er stefnt að því að nær allar plastflöskur verði endurunnar fyrir árið 2025.

Til að gera slíkar reglur líklegri til að ganga vel og valda fólki sem minnstu hugarangri verða vörur á listanum aðeins bannaðar ef til er umhverfisvænn staðgengill.

Tillagan kemur á ögurstundu því höf Jarðar eru þegar full af plasti. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2017 eru 46 milljarðar plastflaska notaðar, 36 milljarður plaströra og 16 milljarðar kaffibolla úr plasti notuð á ári í Evrópusambandinu.