Mynd: Seastead Institute
Mynd: Seastead Institute

Líklegt er að fyrsta fljótandi borg heims muni rísa í Frönsku Pólýnesíu á næstu árum. Það er bandaríska fyrirtækið Seasteading Institute sem stendur fyrir byggingu borgarinnar.

Unnið hefur verið að hugmyndinni í fimm ár og hefur fyrirtækið leitað að landi sem tilbúið væri til að byggja borgina í nokkurn tíma. Franska Pólýnesía er eitt þeirra landa sem stafar mikil ógn af rísandi yfirborði sjávar. Landið var því áhugasamt um að taka þátt í verkefninu sem gæti verið ein leið til að glíma við vandann í framtíðinni.

Seastead Institute undirritaði samning við yfirvöld í Frönsku Pólýnesíu nýlega og er stefnt að því að hefja vinnu við borgina árið 2019. Yfirvöld Frönsku Pólýnesíu gera þær kröfur að fyrirtækið sýni fram á að borgin verði umhverfisvæn og hafi jákvæð áhrif á hagkerfið í landinu.

Ástæðan fyrir byggingu borgarinnar er meðal annars áhugi Seastead Institute á félagslegum þáttum samfélaga sem eru sjálfstæð að hluta og sem tækifæri til að prófa nýjar aðferðir til að reka samfélög. Samkvæmt áætlun mun fljótandi borgin hafa sína eigin heilbrigðisþjónustu, fiskeldisstöðvar og endurnýjanlega orkugjafa.

Hér að neðan má sjá nokkrar teikningar af því hvernig borgin kæmi til með að líta út.

content-1484741813-ship

content-1484741586-floating-city-3

content-1484741859-floating-city-5