Mynd: James Havens
Mynd: James Havens

Ný risaeðlutegund var skilgreind nýverið og fannst steingervingurinn í Alaska. Tegundin er sú eina sem vitað er fyrir víst að hafi haft búsvæði svo norðarlega í heiminum.

Risaeðlan hefur fengið heitið Ugrunaaluk kuukpikensis og var hún jurtaæta. Ugrunaaluk kuukpikensis var allt að níu metrar að lengd og var svokölluð andarnefja. Tegundin er talin hafa verið uppi fyrir um 69 milljónum ára og hefur lifað við nokkuð kaldar aðstæður.

Þó svo að loftslagið sem risaeðlan lifði við hafi verið kaldt var loftslagið þó líklega hlýrra en í Alaska nútímans. Vísindamennirnir telja að meðalhitinn hafi verið um 6°C og er líklegt að risaeðlan hafi þurft að þola snjókomu.

Það var University of Alaska Museum of the North sen greindi frá fundinum og birti um það grein í tímaritinu Acta Plaentologica Polonica.

Heimild: Sci-news