Mynd: Dinghua Yang
Mynd: Dinghua Yang

Þeir steingervingar sem fundist hafa til þessa hafa þótt benda til þess að risaeðlur hafi allar verpt eggjum. Nýr steingervingafundir varpar þó nýju ljósi á þróun risaeðla því fóstur sem fannst í kvið steingervingsins var ekki umlukinn eggi.

Risaeðlan var af tegundinni Dinocephalosaurus og var fiskæta með afar langan háls sem lifði í hafinu fyrir um 245 milljónum ára.

Fóstrið lá þannig í kvið móðurinnar að höfuðið vísaði fram sem þykir benda til þess að um fóstur hafi verið að ræða, fremur en bráð sem hefði frekar vísað með höfuðið aftur. Lengd fóstursins var um hálfur metri og beinabyggingin sýndi einkenni Dinocephalosaurus. Einnig var fóstrið í svokallaðri fósturstellingu sem fóstur hryggdýra eru þekkt fyrir að liggja í í móðurkvið. Engar vísbendingar um skurn eggs var að finna í steingervingnum.

Tegundin er nú talin hafa eignast lifandi afkvæmi en ekki verpt eggjum líkt og áður hafði verið talið og er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn á steingervingum risaeðla hefur leitt það í ljós.

Vísinamennirnir sögðu í samtalið við BBC að þeir gætu ekki útilokað að fóstirð hafi í raun verið í eggi sem átti eftir að verpa en telja ólíklegt að svo hafi verið.

Líklegt þykir að kostir hafi fylgt því fyrir tegundina að geta eignast lifandi afkvæmi. Til dæmis hefði verið auðveldara fyrir hana að forðast rándýr þar sem að hún gat eytt öllum tíma sínum í sjónum í stað þess að þurfa að fara á land til að verpa eggjum.

Sagt var frá niðurstöðunum í tímaritinu Nature Communications.