Steypireyður er sjáldséð sjón þrátt fyrir að vera stærsta dýr jarðar. Það var þess vegna vægast sagt óvænt þegar steypireyður truflaði beina útsendingu BBC á dögunum.
Fréttamaður BBC, Steve Backshall, var í miðju viðtali við Doris Welch, sérfræðing í hvölum þegar steypireyðurinn birtist skyndilega myndatökumönnunum.
Að sjálfsögðu var viðtalið sett á ís og var Backshall að vonum spenntur yfir því að sjá þessa mögnuðu skepnu. Við mælum með myndbandinu hér að neðan.