Windmill2istock_1600w

Árið 2014 markaði tímamót í losun gróðurhúsalofttegunda. Í fyrsta skipti i 40 ár staðnaði losun gróðurhúsalofttegunda án þess að hagvöxtur hafi minnkað samkvæmt fréttatilkynningu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA).

Hópurinn sem stóð að skýrslunni sem fréttatilkynningin fjallar um telur að ástæðan sé að mikil aukning hefur orðið á endurnýtanlegum orkugjöfum um heim allann. Niðurstöðurnar benda til þess að Kína eigi þar stóran þátt en þar í landi hefur notkun endurnýjanlegra orkugjafa stóraukist og brennsla kola minnkað í kjölfarið.

Á þeim 40 árum sem Alþjóðaorkumálastofnunin hefur mælt losun gróðurhúsalofttegunda hefur losunin staðið í stað þrisvar: snemma á níunda áratugnum, árið 1992 og 2009. Öll þau ár mátti rekja minni losun til þess að hagkerfið veiktist. Þetta er ólíkt því sem átti sér stað árið 2014 þar sem hagvöxtur jókst um 3% og eru þetta því jákvæðar fréttir.

Fatih Birol, yfirhagfræðingur Alþjóðaorkumálastofnunarinnar og verðandi framkvæmdastjóri, segir niðurstöðurnar vekja vonir um að mannfólk getir staðið saman í baráttunni við hnatthlýnun. Núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar, Maria ven der Hoeven, benti þó á það í fréttatilkynningunni að þó svo að niðurstöðurnar sé jákvæðar sé mikilvægt að slaka ekki á í aðgerðum til að sporna við hnatthlýnun.