Fimm vikur af stormum sem áttu sér stað víðsvegar um Bandaríkin hafa voru teknir uppá myndband og afraksturinn sést hér að neðan.

Réttara sagt voru teknar myndir af stormunum en ljósmyndarinn ferðaðist Bandaríkin þver og endilöng til að elta uppi storma og tók myndir af þeim. Myndunum var síðan raðað saman í þetta magnaða myndband sem sýnir veðrið á 5 mínútum.

Höfundur verksins heitir Jeff Boyce og er sjálfstætt starfandi ljósmyndari sem leitar uppi ævintýri. Myndbandið hér að neðan geymir nýlegasta ævintýrið hans.