Mynd: Matt Amesbury
Mynd: Matt Amesbury

Suðurskautið eða Antartika er svæið sem hylur suðurskaut jarðar. Þetta svæði er ástamt norðurskautinu staðalímynd kulda og vetrarríkis, þar sem snjór og ís þekur yfirborðið allan ársins hring. En eins og aðrir staðir jarðríkis finnur Antartika fyrir hlýnun jarðar og þá sérstaklega Suðurskautsskaginn (Antartika peninsula) sem teygir sig norður, í átt að Suður-Ameríku.

Rannsókn sem birt var í Current Biology sýnir að mosabreiða sem vex á skaganum fer ört stækkandi. Mosi er sérstakur að því leiti að hann hefur engar rætur heldur svokallaða rætlinga. Þess vegn þarf mosinn ekki mjúkan jarðveg til að festa rætur sínar í heldur lætur sér nægja svæði eins og hraun eða frosna jörð. Mosinn vex og myndar græna breiðu á Suðurskautskaganum á sumrinn og frýs svo yfir vetrartímann.

Þessi hringrás gerir mosalögin að nokkurs konar tímalínu sem vísindamenn geta lesið í. Þegar sýni voru tekin úr mosalögunum fyrir áðurnefnda rannsókn kom í ljós að síðastliðin ár hefur mosabreiðan vaxið 4-5falt hraðar en áður.

Þessar niðurstöður koma kannski ekki á óvart þar sem hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar á jörðinni. Mjög lítil hlutfall Suðurskautsins hefur einhvern gróður að geyma, en mosinn er sú tegund sem fyrst nemur land á óbyggilegum svæðum. Þegar mosinn nær að vaxa svona hratt mun ekki líða á löngu þar til mosinn verður orðinn að ágætis jarðvegi fyrir aðrar plöntur til að nema land á þessari risa-íshellu.