
Vísindamenn sem hafa fylgst með Súmötru-nashyrningum (Dicerorhinus sumatrensis) hafa staðfest að tegundin er útdauð í Malasíu. Ekki hefur sést til tegundarinnar á búsvæðum hennar í Malasíu síðan árið 2007.
Aðeins er talið að um 100 Súmötru-nashyrninga sé að finna villta í heiminum og eru níu dýr í dýragörðum í Indónesíu, Malasíu og í Bandaríkjunum.
Rasmus Gren Havmøller, frá Kaupmannahafnarháskóla, segir það vera lykilatriði að litið sé á öll eftirlifandi dýr sem eina heild og að stofninum sé stjórnar sem slíkri þess að hámarka fæðingartíðni.
Súmötru nashyrningurinn er ekki ekki eina tegund nashyrninga sem er í bráðri hættu en til dæmis eru aðeins eru fjórir hvítir nashyrningar af undirtegundinni Ceratotherium simum cottoni eftir í heiminum. Ljós er að skjótra viðbragða er þörf til ef við viljum bjarga þessum mögnuðu dýrum.