flamingo

Flamingóar, eins og svo margar aðrar fuglategundir, lifa ekki á Íslandi. Þeir eru þó dásamlega fallegir fuglar, ljósbleikir eða rauðir að lit, eða hvað?

Myndband náðist af hópi flamingóa á Kýpur, sem er staðsett í miðjarðarhafinu, þar sem einn flamingóanna er svartur. Aðeins einu sinni hefur svartur flamíngó verið barinn augum áður en hann sást í Ísrael árið 2014.

Náttúrufræðingar telja að um sama einstaklinginn sé að ræða og að hann sé með ákveðnar breytingar í erfðaefninu sem veldur offramleiðslu á melaníni. Melanín er efnið sem gefur okkur lit og sem dæmi þá örvast tjáning á þessu efni í húð okkar í sólarljósi, það er því í daglegu tali kalla sólbrúnka. Flamingóinn tjáir sennilega svo mikið af melaníni að hann litast svartur eða mjög dökkur.

Hinir fuglarnir virðast þó ekki kippa sér upp við þennan litamun, enda engin ástæða til, við erum jafn misjöfn og við erum mörg, ekki satt?