maxresdefault

Aðdáendur Davit Attenborough geta glaðst yfir þeim fréttum að nýjlega hóf göngu sína á BBC One ný þáttarröð sem Attanborough ljáir rödd sýna.

Þættirnir nefnast The Hunt og eru þeir óvenjulegir að því leiti að ákveðið var að segja sögu rándýra á annan hátt en áður hefur verið gert. Hingað til að hafa rándýr verið sýnd í fremur neikvæðu ljósi í náttúrulífsmyndum og oftar en ekki vorkenna áhorfendur bráðinni fremur en rándýrinu.

Á vefsíðu BBC segir Alastair Fothergill, framleiðandi þáttanna, að í The Hunt sé aldrei víst hver útkoman verði. Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum tekst rándýrum ekki ætlunarverk sitt og segir Fothergill að áhorfendur geri sér oft ekki grein fyrir þessum veruleika. Með þáttunum vill Fothergill að áhorfendur taki þátt í þeirri dramatískur atburðarrás sem á sér stað í náttúrunni og sjái bæði rándýr og bráð í nýju ljósi.

Hér að neðan má sjá stilkur úr þessari spennandi þáttarröð.