peanut turtle

Skjaldbakan sem sést á myndinni hér fyrir ofan hefur fengið nafnið Hneta (Peanut), vegna þess að hún er eiginlega eins og jarðhneta í laginu. Þessi lögun hennar er því miður ekki komin til af góðu. Hneta á heima í Missouri í Bandaríkjunum. Þegar hún var lítil flækti hún sig í plasti utan af goskippu, plastið vafðist utan um hana miðja og þegar hún óx og þroskaðist hafi plastið þau áhrif að skelin utan um Hnetu breytti lögun sinni. Þess vegna er Hneta eins og jarðhneta í laginu.

Vísindamenn telja að Hneta hafi orðið fyrir því óhappi að flækjast í plastinum á níunda áratugnum en það var ekki fyrr en 1993 sem henni var bjargað og plastið tekið utan af henni. Allan þennan tíma hefur Hneta verið berskjölduð þar sem ástand skeljarinnar gerir henni erfiðara um hreyfingar og öndun en venjulegum skjaldbökum. Hneta er nú í umsjón vísindamanna og er orðin fræg í Missouri fyrir þátttöku sína í herferðum fyrir endurvinnslu og betri umhirðu um Missouri ríkið.

Hneta hefur vakið athygli um allan heim sem fulltrúi þeirra sem vilja stuðla að endurvinnslu og vitundarvakningu um umhverfið okkar. Vonandi verður óhapp Hnetu til þess að allir fara að taka virkari þátt í því að passa uppá umhverfið og draga úr þeirru mengun sem rusl getur valdið.

Heimild IFLscience