Mynd: thewallpapers.org
Mynd: thewallpapers.org

Ein af hættunum við að stunda tómstundir í eða nálægt sjó eru lífverur í sjónum sem kallast hákarlar. Fæstir þeirra gera mikið af sér meðan aðrir geta verið ansi skæðir og þykir rétt að vara sig á þeim svo þeir narti ekki í mann. Það verður þó að taka fram að í heiminum er aðeins tilkynnt um 75 hákarlaárásir á ári, sem er rosalega lítið þar sem á jörðinni búa rúmlega 7 milljarðar manna.

Nú hafa vísindamenn við University of Western Australia þróað tækni sem gæti leitt til þess að tilkynntum hákarlaárásum fækkar mögulega niður í 8 á ári. Tækið er nægilega lítið til að festa við brimbrettið eða við sundbúninginn. Það sendir svo frá sér rafsegulboð sem hákarla skynja í gegnum skynfæri á líkamanum sem skynja rafsegulboð og gera hákörlum kleift að lifa neðansjávar. Hákarlarnir skynja sem sagt rafsegulboðin en þau hafa engin áhrif á okkur og við satt að segja skynjum þau ekki. Boðin eru þannig úr garði gerð að þau rugla hákarlana í rýminu. Þeir leita þess vegna frá upphafspunkti boðanna og láta sundmanninn eða brimbrettakappann eiga sig. Verði þetta tæki vinsælt gætu hákarlaárásir brátt heyrt sögunni til.

Hópur frá University of Western Australia segir frá þessari tækni og fleiri svipuðum í myndbandinu hér að neðan.