Mynd: The Factsite
Mynd: The Factsite

Lemúrar, eins og þessu sem sést á myndinni fyrir ofan, eru hálfapar sem lifa á Madagaskar. Þeir eru ekki mikið stærri en kettir og hljóðin sem þeir gefa frá sér eru ekkert ósvipuð heldur og þess vegna er þeim stundum líkt við kattardýr en þeir eru þó af ætt prímata. Undirhópur lemúra eru svokallaðir músalemúrar (mouse lemurs) en þeir eru ennþá minni en hefðbundnir lemúrar eða ekki lengri 27 sentimetrar.

Nýlega var þremur nýjum músa lemúrategundum lýst í vísindaritinu Molecular Ecology. Tegundirnar finnast á suður og austur hluta Madagaskar og með tilkomu þeirra hefur músa lemúrum fjölgað í 24 tegundir. Sú fjölgun hefur verið ansi hröð þar sem árið 1992 voru einungis tvær tegundir þekktar.

Músa lemúrar eru taldir vera í útrýmingarhættu og því er mjög mikilvægt fyrir verndun þeirra að skilgreina hversu margar tegundir fyrirfinnast. Flestar tegundirnar eru líkar í útliti en greint er á milli þeirra með greiningum á erfðaefninu. Þó tegundirnar séu kannski líkar í útliti þá er ekki endilega gefið að þær geti æxlast saman því þar spilar erfðaefnið stórt hlutverk. Þess vegna skiptir það máli, ef hefja á vinnu við verndun lemúranna að til séu gögn um hvaða tegundir eru til og hversu marga einstaklinga hver tegund telur.