Mynd: BBC
Mynd: BBC

Tilkynnt var um drög að samningi um loftlagsmál á COP21 í dag. Það var utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius sem tilkynnti um niðurstöður viðræðnanna sem staðið hafa yfir frá því 30. nóvember.

Fabius sagði samninginn vera sanngjarnann, lagalega bindandi og að markmið hans væri að halda hlýnun jarðar fyrir neðan 2ºC.

Ef samningurinn verður samþykktur markar hann „söguleg tímamót“ að sögn Fabius en þetta væri fyrsti alþjóðlegi samningurinn um loftslagsmál.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, hvatti til þess að samningurinn yrði semþykkur og benti á að “við verðum að vernda plánetuna sem heldur í okkur lífi.“

Ef allt gengur eftir tekur samningurinn gildi árið 2020 og eru hátt í 200 lönd sem taka þátt í honum. Nú er það í höndum ráðherra á ákveða hvort samingurinn verði samþykktur og halda viðræður áfram í dag.