Mynd: LIGO
Mynd: LIGO

Það má með sanni segja að tímamót hafi átt sér stað í vísindaheiminum í gær þegar greint var frá því að tilvist þyngdarbylgna hafi verið staðfest í fyrsta sinn við samruna tveggja svarthola í 1,3 billjóna ljósaára fjarlægð frá jörðu.

Það var LIGO Collaboration sem birti grein um þennan stórmerkilega fund sinn í tímaritinu Physical Review. Teymið segir að uppgötvunin muni hleypa af stað nýju tímabili í stjörnufræði en hún staðfestir bæði tilvist tvöfaldra svarthola og þyngdarbylgna auk þess að staðfesta 100 ára gamla spá Einsteins.

Hér að neðan má sjá myndband um uppgötvunina:

LIGO rekur rannsóknarstofur víða um heim sem skjóta laser geislum í gegnum löng L-laga göng í þeim tilgangi að reyna að nema gárur í tímarúminu. Þessar gárur eru mjög daufar en LIGO tókst að nema þær í fyrsta sinn með svokölluðum víxlunarnemum.

Samruni svartholanna tveggja var numinn af tveimur LIGO stöðvum í Bandaríkjunum, annars vegar í Hanford í Washington og hins vegar í Livingston í Louisiana. Samruninn var numinn af stöðvunum með aðeins sjö millísekúndna millibilli klukkan 10:51 GMT þann 14. september 2015.

Að sögn próferssorsins Karsten Danzmann, sem er einn þeirra sem leiðir samstarfið, er um að ræða eina mikilvægustu framþróun í vísindum síðan Higgins bóseinding var uppgötvuð. Í samtali við BBC sagði Danzmann að vafalaust ætti uppgötvunin von á Nóbelsverðlaunum.

Það að geta numið þyngdarbylgjur á þennan hátt opnar ótal dyr fyrir stjörnufræðinga sem eiga nú möguleika á því að kanna hinn hulda heim alheimsins sem hingað til hefur aðeins verið hægt að nema með ljóssjónaukum. Í framtíðinni má til dæmis eiga von á því að hægt verði að nema það augnablik þegar miklihvellur átti sér stað.

Hvernig á samruni svarthola sér stað?
Við samruna tveggja svarthola hefja þau leikinn á því að fara á sporbraut í hringum hvort annað, hraðinn eykst síðan og þau færast sífellt nær hvort öðru. Að lokum renna svarholin tvö saman og mynda eitt svarthol sem í fyrstu er óreglulegt í lögun en myndar með tímanum hnöttótta lögun svarthola. Áður en LIGO nam þyngdarbylgjur í fyrsta sinn höfðu vísindamenn spáð því að þessi atburður gæfi frá sér merki sem nefnt hefur verið “chirp” eða tíst. Þetta var nákvæmlega það sem LIGO nam síðastliðinn september og má heyra hljóðið hér að neðan:

LIGO Gravitational Waves Announcement Chirp by Emily Lakdawalla

Það má með sanni segja að spennandi tímar séu framundan í vísindaheiminum í kjölfar þessarar uppgötvunar!