Discovery birti nýverið lista yfir þau dýr sem læknirinn Jon Lieff telur vera gáfuðust dýr heims. Lieff sérhæfir sig í tengslunum milli geðlækninga og taugalækninga og rannsakar hvernig heilar manna og dýra eldast.

Hér að neðan má sjá listann, sem kemur mörgum líklega á óvart. Tekið skal fram að dýrin á listanum eru ekki í sérstakri röð.

Bee-apis

1. Býflugur
Býflugur eru merkilegar fyrir margar sakir en til dæmis hafa þau frábært minni og geta munað eftir nánast hverju einasta blómi í margra kílómetra radíus. Einnig hafa þau getuna til að læra af öðrum býflugum og kenna eldri býflugur þeim yngri hvar bestu blómin er að finna. Býflugur eru þar að auki þekktar fyrir það að byggja flókin bú sem miða að því að geyma hunang á eins skilvirkan hátt og hægt er.

octopus_001

2. Kolkrabbar
Kolkrabbar komust á listann vegna hæfileika þeirra til að rata og nota frumlegar aðferðir til að næla í bráð. Auk þess geta kolkrabbar notað arma sína á ótrúlegan hátt til að vinna með hluti.

2013-04-28-Tim2photobyCarlSafina

3. Fílar
Fólk sem hefur gott minni er oft sagt vera með fílsminni, þetta er ekki að ástæðulausu en fílar hafa jú, ótrúlega gott minni og muna eftir vinum sínum og óvinum í allt að hálfa öld. Fílar eru einnig merkilegir fyrir það að þeir geta átt samskipti með mörgum mismunand hljóðum og nota þau til að tjá sig við fjölskyldumeðlimi, stundum í mikilli fjarlægð.

ants-on-a-branch

4. Maurar
Þessi litlu skordýr hafa marga magnaða eiginleka og má þar til dæmis nefna að þeir sýna fórnfýsi, ótrúlega samvinnu og huga að félögum sínum.

Dolphin-Cute-Best-Wallpaper-HD-2

5. Höfrungar
Flest okkar hafa heyrt sögur af því að höfrungar bjargi mönnum úr lífsháska en þeir sýna einmitt félagsleg samskipti við menn. Höfrungar þekkja einnig sína eigin spegilmynd og nota stundum svampa til að vernda trýnið fyrir beittu grjóti. Það sem er kannski einna merkilegast er að dæmi eru um það að höfrungar hjálpi mönnum við veiðar og berja þeir þá í vatnið með sporðinum til að láta veiðimennina vita þegar fiskarnir nálgast netin.

House_crow_Bangalore_India_wb

6. Krákur
Þessir glisgjörnu fuglar geta leyst flóknar þrautir óundirbúnir og notað verkfæri betur en flestir prímatar. Dæmi eru um það að krákur hafi búið til króka úr vír og jafnvel notað þrjú mismunandi verkfæri til að leysa eitt tiltekið vandamál.

Bird Park ("Vogelpark Walsrode") Germany

7. Kakadúar
Kakadúar eru góðir í að leysa þrautir og hefur einstaklingum af þessari tegund til dæmis tekist að opna flókna lása. Þeir eru einnig frábærir dansarar sem sést vel ef leitað er að orðinu “cockatoo” á YouTube.

male-green-anole-by-ken-slade-cc

8. Anole eðlur
Þegar við hugsum um gáfuð dýr eru eðlur ekki þau dýr sem fyrst koma upp í hugann, anole eðlur eru þó eldklárar að sögn Lieff. Þær hafa góð vitræna færni og gott minni. Eðlurnar geta meðal annars talið og leyst úr ýmsum vandamálum sem lögð eru fyrir þær.

Lying-Bernese-mountain-dog-puppies

9. Hundar
Besti vinur mannsins er góður í að læra orð og geta hundar lært allt að þúsund mismunandi orð og skipanir. Þeir eru einnig ótrúlega færir í að lesa tilfinningar eigenda sinna.

Blue whale (Balaenoptera musculus) tail fluke on dive -1 [Correc

10. Hvalir
Hvalir hafa flókna samskiptatækni og sýna oft á tíðum maganað samvinnu. Dæmi eru um það að hvalir raði sér í röð og berji sporðum sínum samtímis til að hrinda selum af hafís. Hvalir blása einnig einskonar loftbólubúr í kringum fiskitorfur svo þeir geti gætt sér á þeim án þess að þeir sleppi.

Þar sem að höfrungar eru hvalir, og koma því tvisvar sinnum fyrir á listanum, er spurning hvort þeir séu ekki sjálfkjörninr sigurvegarar, allavega að mati Jon Lieff.