dolphins-832836_1280

Vinsæla vef- og bókunarsíðan TripAdvisor hefur tilkynnt að síðan muni stöðva sölu á miðum á þá staði þar sem ill meðferð á dýrum fer fram. Bannið nær til dæmis yfir staði þar sem gestir fá að synda með höfrungum, klappa tígrisdýum og fara á fílsbak. Ákvörðunin var tekin á kjölfar aukins þrýstings frá almenningi um að stjórnendur sýnu ábyrgð á dýravelferð og í umhverfismálum.

Ferðamannastaðir þar sem gestir fá að komast í návígi við villt dýr hafa lengi vel verið vinsælir. Því miður eru slíkir staðir sjaldan jákvæðir fyrir dýrin og er skýrasta dæmið um það líklega hið margfræga Tiger Temple þar sem tígrisdýr voru meðal annars látin eyða löngum tíma úti í gríðarlegum hita og geymdi í litlum búrum.

Önnur slík dæmi eru garðar þar sem höfrungum er haldi í kvíum og fá ekki tækifæri til að fullnægja félagslegum þörfum sínum eða veiða á sama hátt og í náttúrunni sem og garðar þar sem fílar eru látnir lifa við slæmar aðstæður og barðir til hlýðni.

Tripadvisor hefur fengið mikið lof í kjölfar tilkynningarinnar en einnig hlotið gagnrýni vegna ákvörðunar sinnar um að halda áfram að hafa slíka staði á lista yfir áhugaverða staði á vefsíðunni.