Mynd: Yoshikazu Tsuno/AFP/Getty Images
Mynd: Yoshikazu Tsuno/AFP/Getty Images

Aðfaranótt mánudagsins 28. september mun sá merkilegi atburður eiga sér stað að almyrkvi verður á tungli. Tunglmyrkvi á sér stað þegar sólin, Jörðin og tungl Jarðar liggja í nánast beinni línu og á sér aðeins stað þegar tunglið er fullt.

Almyrkvinn er ekki það eina sem er merkilegt við 28. september en á sama tíma verður svokallaður ofurmáni. Ofurmáni kallast það þegar tunglið er óvenju nálægt sólu. Að þessu sinni mun tunglið virðast 14% stærra en vant er og verður tunglið 356.877 km frá Jörðu sem er eins nálægt og það kemst plánetunni.

Ef veður leyfir ættu Íslendingar að geta séð þennan merkilega atburð með eigin augum á milli 02:11 og 03:23 og verður tunglið þá blóðrautt að lit, líkt og á myndinni hér að ofan. Að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum og á vefsíðu The Guardian starfar rauði liturinn af því að sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúpinn tvístrar rauðum lit síður en blum lit. Rauði liturinn berst því til tunglsins og gefur því rauðan lit á meðan blái liturinn hverfur í lofthjúpnum.

Þeir sem ekki nenna að vaka þurfa að bíða ansi lengi eftir því að sjá bæði tunglmyrkva að ofurmána samtímis eða til ársins 2033.