Mynd: Hung Chung Chih/Shutterstock
Mynd: Hung Chung Chih/Shutterstock

Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF mætir andrúmsloft mikils meirihluti barna í heiminum ekki lágmarks stöðlum um hreinlæti. Alls eru um 2,26 milljarðar barna í heiminum, þar af anda um 2 milljarðar þeirra að sér heilsuspillandi andrúmslofti og 300 milljónir lofti þar sem mengun er sex sinnum hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með.

Léleg loftgæði eru sérstaklega slæm fyrir börn sem anda að sér hlutfallslega meira lofti en fullorðnir. Auk þess getur mengað andrúmsloftloft haft áhrif á þroska barna og eru þau því töluvert viðkvæmari fyrir menguðu lofti en þeir sem fullorðnir eru.

Meðal afleiðinga þess að anda að sér menguðu lofti eru ýmsir öndunarfærasjúkdóma. Sem dæmi um áhrifin má nefna að um ein milljón barna undir fimm ára aldri deyr úr lugnabólgu ár hvert og er talið að í meira en helmingi tilvika megi rekja það til mengaðs andrúmslofts.

Skýrslan er birt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP 22 sem fer fram í Marokkó í nóvember. UNICEF hvetur leiðtoga um allan heim að gera meira í loftslagsmálum og bendir á að þannig mætti jafnvel koma í veg fyrir 2,1 milljón dauðsfalla á ári.