extra_large-1484739719-cover-image

Í dag tekur hinn umdeildi Donald Trump við forseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn forseti enn hafa vísindmenn nú þegar nefnt fyrstu dýrategundina í höfuðið á honum. Tegundinni var líst í fyrsta sinn í veftímaritinu ZooKeys og hefur fengið latneska heitið Neopalpa donaldtrumpi.

Ástæðan fyrir nafngiftinni er nokkuð augljós en náttfiðrildið hefur ljósan koll sem svipar til hárs tilvonandi forsetans, auk þess hefuð það nokkuð lítil æxlunarfæri samanborið við sinn nánasta frænda, N. neonata. Það er einnig skemmtileg tilviljun að tegundina er að finna á hluta þess svæðis sem Trump hyggst byggja hinn fræga vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, það er í Arizona, Kaliforníu og Baja California í Mexíkó. .

Það var þróunarfræðingurinn Dr Vazrick Nazari sem varð fyrstu til að lýsa tegundinni. Dr Nazari segir ástæðuna fyrir nafngiftinni ekki aðeins vera vegna líkinda náttfiðrildisins við Trump heldur vonast hann til þess að nafnið komi til með að vekja áhuga á tegundinni og efla verndun á hópi lífvera sem fær í dag litla athygli.