Myndir: Denis Gliksman/INRAP
Myndir: Denis Gliksman/INRAP

Fornleifafræðingar hafa fundið týndu borgina Ucetia í Uzès á Suður-Frakklandi. Borgin fannst við byggingu á skóla á svæðinu.

Meðal þess sem fannst á 4.000 fermetra svæði uppgraftarins voru fornleifar frá rómverska lýðveldinu, áttundu öldinni og allt til Miðalda. Einnig er mikið um vel varðveitt mósaík á svæðinu.

Ucetia kemur fram í á áletrinuarfleti í borginni Nimes ásamt nöfnum 11 annarra bæja á svæðinu en engar vísbendingar höfðu fundist um hana fram að þessu.

Einn merkasti fundurinn í uppgreftrinum er 250 fermetra svæði sem talið er að hafi verið opinber bygging. Þar má sjá leifar af stórbrotnum súlum og marglitar mósaík myndir. Auk þess fundust 500 fermetra mannabústaðir þar sem er einnig að finna tilkomumiklar mósaík myndir auk stórra víníláta sem bendir til þess að vín hafi verið framleitt í námunda við borgina.

Mikil vinna er framundan á svæðinu og má því búast við því að frekari fréttir berist af þessari áður týndu borg.

Fouille Inrap Uzes 2017

Fouille Inrap Uzes 2017

Fouille Inrap Uzes 2017