planet-earth-2-trailer-01

Fréttastofa BBC í Bretlandi hefur staðfest að fyrstu þrír þættir þáttaraðarinnar Planet Earth hafi verið vinsælli hjá fólki á aldrinum 16-34 en hinir vinsælu þættir X Factor.

Besta áhorf Planet Earth II til þessa var á annan þáttinn í þáttaröðinni sem fjallar um fjalllendi. Ungir áhorfendur þáttarins voru um 1,8 milljónir en áhorfendur X Factor þá vikuna voru 1,4 milljónir.

David Attenborough er að vonum ánægður með útkomuna en hann þakkar tækniframförum og tónlist tónskáldsins Hans Zimmer fyrir vinsældirnar. Attenborough telur einnig að almenningur sé að átta sig á því að framtíð þeirra veltur á framtíð plánetunnar.