zombie-worm

Uppvakningar eða zombie-ar eru hræðilegar dauðar lífverur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Á hafsbotni er þó hægt að finna tegundir orma sem hafa verið kennd við kvikyndin (uppvakninga) vegna þeirra lífshátta sem ormarnir stunda.

Ormarnir, sem heita osedax, éta lík sem falla á hafsbotninn, eins og til dæmis hvali. Ormarnir gegna veigamiklu hlutverki í hringrás lífsins þar sem þeir brjóta niður risavaxnar lífverur sem deyja í hafinu. Þó ormarnir hafi fyst uppgötvast árið 2002 fyrir tilviljun í Monterey Canyon á sjávarbotni þá er tegundin mun eldri en 13 ára.

Ný rannsókn sem birtist í Biology letters gefur vísbendingar um að þessi sömu ormar eða skyldar tegundir að minnsta kosti hafi einnig étið lík risaeðla og sjávarskjaldbaka. Þessar niðurstöður fengust með CT skanna af steingervingum þessara dýrategunda. Á myndunum sáust holur í beinum steingervingana sem líkjast holunum sem ormarnir mynda við átið.

Niðurstöðurnar sýna að ormarnir hafa orðið til löngu áður en hvalirnir komu fram á sjónarsviðið og hvað þá menn. Að auki má draga þá ályktun að sú staðreynd að ormarnir veigra ekki fyrir sér að borða hvers lags lík, skilaði þeim árangri í þróunarsögunni og gaf þeim möguleikann á því að verða yfir 100 milljón ára gömul dýrategund.

Árið 2013 birti Deeps See News lista sem útlistar hversu dásamlegir þessir ormar eru.