webmotherandchildorangutan1

Ágangur mannkynsins hefur lengi vel haft neikvæðar afleiðingar fyrir fjölda dýrategunda og bætast sífellt fleiri tegundir sem taldar eru vera í útrýmingarhættu á válista IUCN. Nú hefur IUCN tilkynnt um uppfærðan lista og má þar meðal annars finna hvalháfa og Borneó-órangútan. Tegundirnar eru nú taldar vera í bráðri útrýmingarhættu.

Hvalháfar
Hvalháfar eru stærsta fiskategund jarðar en á síðustu 75 árum hefur þeim fækkað um helming. Ástæðuna má rekja til þess að á sumum svæðum heimsins eru þeir veiddir til mata en einnig geta þeir drepist ef þeir lenda í skrúfum skipa.

Tegundin nýtur verndar í höfum í kringum Indland, Filipseyjar og Taiwan þar sem veiði á hvalfháfum hefur verið bönnuð. Það sama gildir ekki um önnur lönd, til dæmis Suður-Kína og Oman.

Borneó-órangútan
Stofnar Borneó-órangútana hafa hrunið hratt og er það að mestu leiti rakið til þess að búsvæðum þeirra er breytt í plantekrur fyrir pálmolíu, gúmmí eða pappír. Einnig eru þeir veiddir af mönnum og eru þá ýmist drepnir eða notaðir í ólöglega verslun með villt dýr þar sem þeir eru seldir sem gæludýr.

Órangútanar eiga sérstaklega erfitt uppdráttar þessi misserin og eykur það á vandann að þeir fjölga sér afar hægt og er því erfitt fyrir stofninn að ná sér á strik á ný.

Uppfærður válisti IUCN verður tilkynntur í byrjun september á IUCN World Conservation Congress sem haldin veriður á Hawaii.