maxresdefault

Dýragarðar hafa í gegnum tíðina verið umdeildir og þá sérstaklega hvað varðar dýravelferð. Þeir eru vissulega mikilvægur þáttur í því að fræða og vekja áhuga almennings á dýrum auk þess sem þeir spila veigamikið hlutverk í viðhaldi á villtum dýrum sem eru í útrýmingahættu. Því miður er pláss í dýragörðum yfirleitt af skornum skammti og erfitt er að útbúa búr eða afgirt svæði fyrir dýr sem uppfylla allar þarfir þeirra en gefur gestum á sama tíma tækifæri til þess að fylgjast með þeim.

Ef dýr fá ekki að fullnægja sínum grunnþörfum líður þeim, líkt og okkur, illa. Flestir þekkja áráttu-þráhyggjuröskun (e. Obsessive Compulsive Disorver) í fólki en það sem færri vita er að dýr í dýragörðum sýna oft svipaða hegðun ef þeim líður ekki vel. Hegðun sem þessi er síendurtekin og er oft misskilin af gestum því stundum virðist sem dýrin séu að sýna gestinum athygli með hegðuninni. Síendurtekin hegðun (e. steroyping) er skilgreind sem öll óeðlileg hegðum sem dýr sýnir þegar það er ekki við sínar náttúrulegu aðstæður, til dæmis í dýragörðum, á bóndabæjum eða á tilraunastofum. Hegðunin hefur engan tilgang sem slík en rannsóknir sýna að með henni losnar endorfín úr heiladinglinum svo henni fylgir ákveðin vellíðunartilfinning.

Þegar síendurtekin hegðun kemur fram getur verið dýrt að breyta aðstæðum dýranna svo þeim líði betur og hætti að framkvæma hegðunina. Því er stundum brugðið á það ráð að nota lyf til þess að draga úr einkennunum sem er ódýrara og einfaldara fyrir dýragarðinn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd sem vefsíðan One Green Planet birti af dýrum sem sýna síendurtekna hegðun.


Hér má sjá kattardýr sýna eina gerð síendurtekinnar hegðunar þar sem dýr ganga fram og aftur meðfram rimlum búrsins. Hreyfingin getur verið hæg og yfir langan tíma eða hröð og í stuttann tíma. Hegðun sem þessi er algeng hjá kattardýrum.


Önnur algeng hegðun er þegar dýr bíta í rimla búrsins eða sleikja veggi þessi. Í myndbandinu má sjá nokkur dæmi um slíka hegðun.


Myndbandið hér að ofan sýnir ýmis dýr sveifla höfðinu síendurtekið frá hægri til vinstri. Hegðunin er oft framkvæmd í langan tíma í einu og má oft sjá fíla framkvæma hana í dýragörðum


Síendurtekin hegðun getur einnig birst í því að dýr æla upp fæðu og éta hana aftur eða leika sér að henni. Hegðunin er til dæmis algeng hjá prímötum. Við vörum við mynbandinu hér að ofan.


Að lokum er algengt að dýr nagi eigin líkamshluta, til dæmis ganglimi eða skott. Þessi hegðun er sérstaklega algeng hjá dýrum sem höfð eru í einangrun

Þó svo að síendurtekin hegðun sé allt of algeng í dýragörðum um heim allann eru sem betur fer margir dýragarðar, sérstaklega á vesturlöndum, sem setja velferð dýra sinna í forgang. Mikilvægt er að gestir kynni sér aðstæður dýra og stefnu dýragarðsins áður en hann er heimsóttur til þess að koma í veg fyrir að dýragarðar sem vanrækja dýr sín geti starfað áfram.