Vísindamenn við MIT hafa fært okkur nær framtíðinni með háþróuðum vélmennafiskum. Sagt var frá vélfiskunum í grein sem birtist í tímaritinu Science Robotics og eru þeir sagðir þeir bestu til þessa.

Fiskarnir kallast SoFi sem er stytting á Soft Robotic Fish. Þeir eru 47 cm að lengd og rúmt 1,5 kg. SoFi fiskarnir geta kafað niður á allt að 18 metra dýpi og synt í um 40 mínútur.

Fiskarnir eru búnir myndavélum og eru hannaðir til að synda líkt og lifandi fiskar. Þannig valda þeir ekki usla í hafinu á meðan þeir eru við mælingar.

Tilgangur vélfiskanna til framtíðar er einmitt að hjálpa vísindamönnum að fylgjast með heilsu hafsvæða án þessa að valda lífverum þar streitu, líkt og kafarar geta gert.

Fyrstu niðurstöður eru jákvæðar og virtust fiskarnir falla vel inn í hópinn í hafinu. Í næstu útgáfum munu vísindamenn reynda að bæta sundhreyfingar fiskanna og upptökur þeirra. Að auki vonast vísindamenn til að hægt verði að finna leiðir til að nýta sólarorku til að hlaða þá svo fiskarnir geti verið notaðir sem monitoring tool í hafinu í lengri tíma.

Í myndbandinu hér að neðan er fjallað um fiskana: