G7 Leaders Meet In Sicily

Ákvörðun forseta Bandaríkjanna að segja landið úr Parísarsáttmálanum hefur valdið hörð viðbrögð um allan heim. Það á ekki síst við um þjóðarleiðtoga heimsins sem hafa margir tjáð sig um ákvörðunina. Að neðan má sjá viðbrögð nokkurra þeirra:

Justin Trudeau, forsetisráðherra Kanada
Í tilkynningu sagðist Trudeau vera afar vonsvikinn með ákvörðun Bandaríkjanna að segja sig úr sáttmálanum. Hann sagði jafnframt Kanada vera „staðfast í skuldbindingu okkar til að berjast gegn loftslagsbreytingum og styðja við hreinan hagvöxt”.

Theresa May, forsetisráðherra Bretlands
Að sögn embættismanna í Bretlandi var forsetisráðherra landsins vonsvikinn með ákvörðum Trump og lögð var áhersla á það að Bretland yrði áfram skuldbundið Parísarsáttmálanum.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Paolo Gentiloni, forsetisráðherra Ítalíu og Emmanuel Macron, forseti Frakklands
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þjóðarleiðtogum Þýskalands, Frakklands og Ítalíu lýstu leiðtogar landanna þriggja vonbrigðum sínum með ákvörðun Bandaríkjanna að draga sig úr sáttmálanum. Einnig kom fram að leiðtogarnir teldu ekki vera mögulegt að semja um sáttmálann upp á nýtt og að hann væri “ómissandi tól fyrir plánetuna, samfélög og hagkerfi okkar”.

Macron, forseti Frakklands gekk einu skrefi lengra og tjáði sig um ákvörðun Trump á Twitter þar sem hann sagði: “Ég virði ákvörðum Trump forseta en ég tel hana vera mistök fyrir plánetuna okkar”.

Vladimir Putin, forseti Rússlands
Talsmaður Putins, Dmity Peskov, sagði nokkrum klukkustundum fyrir tilkynningu Trump að Rússland legði mikla þýðingu við sáttmálann. Peskov sagði auk þess:“á sama tíma þarf ekki að taka fram að að árangur þessa samkomulags er líklegt til að vera minni án lykilþátttakenda þess”.