Mynd fengin af viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook
Mynd fengin af viðburðasíðu ráðstefnunnar á Facebook

Dagana 26.-27. febrúar standa Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina Miðhálendið: Einn mesti fjársjóður landsins. Eins og titillinn gefur til kynna er umfjöllunarefni ráðstefnunnar miðhálendið auk þess sem fjallað verður um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands.

Tveir erlendir fyrirlesarar koma fram á ráðstefnunni, þeir Dr. Christopher Hamilton og Joel Erkkonen. Hamilton er bandartískur eldjallafræðingur sem hefur meðal annars rannsakað miðhálendið og starfar hann fyrir HiRise teymi NASA.

Erkkonen er ráðgjafi hjá Parks & Wildlife Finland og hefur meðal annars rannsakað hvað áhrif þjóðgarðar hafa á samféla og efnahag í Finnlandi.

Ráðstefnan fer fram í Hörpunni og er aðgangur ókeypis. Lesa má nánar um viðburðinn hér.