635875923746613753-microbeads04

Plastagnir eru algengar í snyrtivörum, til dæmis í skrúbbum og tannkremi, en þrátt fyrir að þær geti reynst vel í því að fjalægja dauðar húðfrumur og hreinsa tennur hafa þær slæmar áhrif á umhverfið.

Fjölmargir hafa talað gegn notkun plastagana í snyrtivörum og birti hópur vísindamanna í Bandaríkjunum grein í fyrra þar sem þeir hvöttu til banns á notkun þeirra. Í kjölfarið skrifaði Obama, forseti Bandaríkjanna, undir frumvarp þess efnis í janúar að banna skyldi notkun plastagna þar í landi. Baráttan heldur áfram að skila árangri en nú vilja þingmenn í nefnd umhverfisendurskoðunar á Bretlandi að plastagnir í snyrtivörum verði bannaðar á heimsvísu.

Í mars 2016 hóf nefndin úttekt þar sem áhrif plastagna á umhverfið voru kannaðar. Nú, nokkrum mánuðum síðar, segir Mary Creagh, formaður nefndarinnar, að sú nálgun að snyrtivörufyrirtæki dragi sjálf úr notkun plastagna dugi ekki til til að draga úr vandanum og að banna verði plastagnir í snyrtivörum með lögum.

Þó ólíklegt sé að bann taki gildi á heimsvísu á næstunni geta neytendur að sjálfsögðu haft áhrif með því að sniðganga vörur sem innihalda plastagnir og minnka þannig eftispurn eftir slíkur vörum.

Hvað eru plastagnir?
Plastagnir eru minni en 5 mm að þvermáli og kunna í fyrstu að virðast nokkuð saklausar. Raunin er þó sú að þær safnast fyrir í náttúrunni þar sem þær eru gjarnan étnar af dýrum auk þess sem þær geta mengað drykkjarvatn. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið magn af plastögnum er að finna í náttúrunni en talið er að ein sturtuferð geti skolað allt að 100.000 plastögnum út í hafið.