Mynd: MecroPress
Mynd: MecroPress

Það virðist sem við flytjum ekkert nema neikvæðar fréttir af hlýnun jarðar. Ástæða þess er líklega einföld, hlýnun jarðar er ekki sérlega jákvæð. Nýjustu tölur úr vínframleiðslu iðnaðinum gefa enn eina ástæðu til að hafa áhyggjur af áframhaldandi hlýnun.

Að meðaltali hefur vínframleiðsla dregist saman um 5% í heiminum á þessu ári sé miðað við síðasta ár, samdrátturinn er enn meiri sé miðað við 2014. Samdrátturinn dreifist auðvitað ekki jafn milli landa en sums staðar, eins og í Argentínu og Chile nemur samdrátturinn 35 og 21% milli ára. Á hinn bóginn hefur vínframleiðsla aukist um 35% í Nýja Sjálandi.

Þessar breytingar í iðnaðinum má m.a. rekja til hlýnunar jarðar en þeim fylgir ekki bara breyting á hitastigi heldur einnig almennar breytingar á veðri, eins og auknir þurrkar eða jafnvel auknar rigningar. Þó þetta leiði til betri ræktunarskilyrða í sumum löndum þá er almenna reglan sú að ræktun gengur verr og líklega mun vínframleiðsla því að meðaltali halda áfram að dragast saman. Enn ein góð ástæða fyrir því að leggja sitt af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.