Mynd: Victoria Gill
Mynd: Victoria Gill

Vísindamenn við Oxford Háskóla hafa óskað eftir aðstoð almennings í nýju verkefni sem nefnist PenguinWatch.

Það er vísindamaðurinn Dr Tom Hart sem leiðir rannsóknina og hvetur hann meðal annars skólahópa til að taka að sér að rannsaka mörgæsirnar og læra um Suðurskautslandið í leiðinni.

Rannsóknarhópurinn býr yfir 75 myndavélum á Suðuskautslandinu sem tengdar eru við PenguinWatch og taka myndir með klukkutíma millibili. Um er að ræða hundruð þúsundir mynda sem vísindamennirnir hafa hreinlega ekki undan að fara yfir og er það þess vegna sem þeir biðla nú til almennings.

Í gegnum PenguinWatch getur almenningur fylgst með mörgæsum á Suðurskautslandinu og fær það verkefni að merkja inn á myndir sem teknar hafa verið á Suðurskautinu atriði á borð við mörgæsir, unga, egg og önnur dýr.Talningin hjálpar vísindamönnunum að skilja hvað er að gerast í mörgæsastofninum á hverjum stað fyrir sig.

Niðurstöðurnar verða notaðar til að fylgjast með breytingum í mörgæsastofnunum frá ári til árs og skilja hvernig sé hægt að snúa við þeirri miklu fækkun sem hefur átt sér stað í stofnum á Suðurskautslandinu.