science_march_fb

Í kjölfar fjölda frétta um aðgerðir Donald Trump gegn loftslagsmálum og fjármögnun til vísindamanna skipuleggja vísindamenn í Bandaríkjum mótmæli í Washington, DC og víðar um landið. Hugymyndin á rætur sínar að rekja til mótmæla kvenna í Bandaríkjunum og um allan heim síðustu helgi.

Hugmyndin spratt upp á vefsíðunni Reddit þar sem rætt var um það hvernig væri best að fá Trump til að hlusta á viðvaranir vísindamanna um loftslagsbreytingar. Í kjölfarið var ákveðið að vísindamenn sem og aðrir sem styðja raunvísindi skyldu mótmæla.

Nú þegar hafa Facebook síða og Twitter reikningur verið stofnaðir fyrir mótmælin sem bera heitið “March for Science”. Þegar þetta er skrifað fylgja hátt í 250 þúsund notendur Twitter reikningi mótmælanna og yfir 200 þúsund Facebook notendur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær mótmælin koma til með að eiga sér stað en samkvæmt Facebook síðu mótmælanna verður það tilkynnt á mánudaginn.