gunnarsholt

Fimmtudagskvöldið 25. júní næstkomandi mun Vistfræðifélag Íslands standa fyrir áhugaverðri fræðsluferð í Gunnarsholt þar sem sérfræðingar frá Landgræðslu ríkisins og rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi munu halda erindi til að upplýsa áhorfendur um hlutverk stofnananna. Eftir að erindin verða flutt verður gengið um svæðið þar sem fuglalíf og uppgræðslur verða barin augum.

Áhugasamir geta mætt að Olís við Rauðavatn á fimmtudaginn, þar verður sameinað í bíla en áætlað er að brottför þaðan verði um 17:00. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur er svo um 22:00 sama kvöld.

Þar sem til stendur að ganga um svæðið í kringum Gunnarsholt er fólki bent á að klæða sig eftir veðri og mæta í góðum skóm.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á heimasíðu Vistfræðifélags Íslands.

Vegna dræmrar þátttöku var viðburði Vistfræðifélags Íslands frestað til haustsins.