Mynd: WWF

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu Current Biology hafa fleiri en 100.000 órangútanar í Borneó drepist síðan árið 1999 eða um helmingur stofnsins. Niðurstöðurnar eru byggðar á 16 ára rannsókn og gefa til kynna, að sögn höfundanna, að fjöldi órangútana hafi hreinlega verið slátrað í gegnum tíðina.

Sú tegund órangútana sem á heimkynni sín á eyjunni Borneó eru skilgreindir sem tegund í útrýmingarhættu og má rekja ástæðuna fyrir hnignun tegundarinnar til ágangs manna. Skógarhögg er ein aðalástæða búsvæðaeyðingarinnar og er það að miklu leiti stundað til að rýma til fyrir vinnslu á pálmolíu, námuvinnslu og pappírsverksmiðjum. Öruggum heimkynnum tegundarinnar hefur því farið hratt minnkandi.

Fyrir utan þó ógn sem stafar að búsvæðum tegundarinnar eiga órangútanar á eyjunni það til að leita í nytjaplöntur mannfólks eftir fæðu. Þegar til slíkra árekstra kemur eru þeir gjarnan drepnir. Rannsóknarhópurinn taldi þó ekki að slíkir árekstrar væru eins algengir og niðurstöðurnar gefa til kynna.

Að öllu óbreyttu fer ástandið síst batnandi. Talið er að 45.000 órangútanar muni láta lífið vegna skógareyðingar einnar saman á næstu 35 árum og má ætla að fjöldinn verði meiri með tilkomu annarra þátt ef ekkert er að gert.

Aðeins eru rétt rúmlega 100.000 einstaklingar af tegundinni eftir í náttúrunni. Frændur þeirra á eyjunni Súmötru er enn verr staddir en sú tegund telur aðeins um 7.500 dýr.