Mynd: Journeys of Distinction
Mynd: Journeys of Distinction

Ný gögn um gróður í Amazon frumskóginum benda til þess að allt að 57% þeirra tegunda trjáa sem þar er að finna gæti verið ógnað, að því er kemur fram á vefsíðu BBC. Meðal tegundanna eru cacao tré sem súkkulaði eru unnið úr.

Lengi hefur verið vitað að gróður í Amazon fer hratt minnkandi en hingað til hefur lítið verið vitað um afleiðingarnar fyrir einstakar tegundir. Í nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Science Advances skoðuðu vísindamenn meðal annars gögn frá hátt í 1.500 reitum í frumskóginum og komust að þeirri niðurstöður að í Amazon gæti verið að finna allt að 15.000 trjátegundir. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að af þeim tegundum séu á bilinu 36%-57% tegunda sem gætu átt heima á válista IUCN.

Ef rétt reynist gæti það þýtt að fjöldi tegunda á válistanum aukist um næstum fjórðung. Eins og svo oft áður er það aðalalega mannkynið sem ógnar frumskóginum en á síðustu áratugum hefur skógareyðing á svæðinu aukist mikið.