Mynd: Wikia
Mynd: Wikia

Gatið í ósónlaginu, sem liggur yfir Suðurheimskautinu, er um þessar mundir óvenju stórt miðað við árstíma. Ekki er þó ástæða til að hafa áhyggjur, að mati vísindamanna.

Vísindamenn á vegum World Meteorological Orginisation (WMO) Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því í vikunni að stærð gatsins hefði mælst óvenjustórt í október. Meðalstærð gatsins í októbermánuði var 26,9 milljón km2 en það náði hámarki 2. október og var það þá 28,2 millljón km2.

Þrátt fyrir að gatið sé svo stórt hefur það verið stærra. Meðalstærð gatsins í október árið 2000 var 29,8 milljón km2 og árið 2006 var það 29,6 milljón km2.

En hvaða þýðingur hefur þetta? Að sögn Geir Braathen, vísindamanns hjá WMO, segja þessar niðurstöður okkur það að gatið í ósónlaginu sé enn vandamál og mikilvægt sé að við séum á varðbergi. Hann tekur þó fram að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur.

Vísindamenn telja að gatið í ósónlaginu verði búið að ná sé einhverntíman í kringum árið 2070 og sýndi það merki þess að gatið væri að minnnka í fyrsta sinni í fyrra. Það má þó búast við því að gatið geti verið stórt yfir Suðurheimskautinu fram til ársins 2025. Ástæðað en tvíþætt, annars vegar geta veðurskilyrði í heilhvolfinu haft áhrif á stærð gatsins og hins vegar geta ósóneyðandi efni verið til staðar í lofthjúpnum í nokkra áratugi eftir að notkun þeirra er hætt.