fuglar

Í hádeginu í dag heldur fyrirlestraröðin Vísindi á mannamáli áfram. Þá mun Gunnar Þór Hallgrímsson fjalla um ransóknir á veirum í fuglum. Gunner er dósent í dýrafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Gunnar mun fjalla um rannsóknir sínar á veirum í farfuglum sem koma til Íslands, bæði frá Evrasíu og Ameríku. Vegna staðsetningar landsins er Ísland mögulegur stökkpallur fyrir veirur til að hittast, breytast og verða hættulegri.

Fyrir þá sem vilja vita meira er upplagt að mæta í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 12:10 í dag og hlýða á erindi Gunnars.