Mynd: SKÍ
Mynd: SKÍ

Það vantar ekki spennandi viðburði fyrir áhuga fólk um vísindi þessa dagana en um helgina mun SKÍ – Samtök um Krabbameinsrannsóknir á Ísland – halda uppá 20 ára afmæli samtakanna.

Af þessu tilefni verður dagskrá í Iðnó laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Á dagskránni eru stuttir fyrirlestrar, sem fluttir verða af fólki innan samtakanna og fjalla meðal annars um tilkomu samtakanna sem og krabbameinsrannsóknir á Íslandi í dag. Að auki verða vísindahópar sem stunda krabbameinsrannsóknir með veggspjöld til að kynna sig og sín verkefni.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugafólk til að kynnast þeirri vinnu sem okkar öflugu rannsóknarhópar hafa lagt af mörkum. En vinna þessara hópa hefur aukið þekkingu okkar á sjúkdómnum og stuðlað þannig að framförum á sviði krabbameinslækninga.

Hér má sjá viðburðinn á facebook en þar er einmitt hægt að boða komu sína.