Mánudaginn 9. mars stendur Íslensk erfðagreining fyrir opnum fundi um erfðir fíknar. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar og munu þeir Þórarinn Tyrfingsson, læknir, Þorgeir Þorgeirsson, erfðafræðingur og Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, flytja erindi.

Lesa má nánar um fundinn á vefsíðu Íslenskrar erfðagreingar hér.