Lífvísindasetur og Líffræðistofa Háskóla Íslands standa fyrir fyrirlestrarröð í vetur sem ber yfirskriftina Vísindi á mannamáli. Fyrirlesarar koma úr öllum hornum vísindasamfélagsins og munu þeir kynna sínar helstu rannsóknir. Með fyrirlestrarröðinni er von vísindasamfélagsins að kveikja áhuga almennings á þeim rannsóknum sem fara fram hér á landi. Nú þegar hafa Halldór Þormar, Ágústa Guðmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð tekið sínar rannsóknir fyrir í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Næsti fyrirlestur verður í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 17. febrúar klukkan 12:10 og mun Ármann Höskuldsson þá fjalla um eldgosið í Nornahrauni/Holuhrauni. Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu Lífvísindaseturs og á vefsíðu Háskóla Íslands.