rvk_loftg

Þann 16. apríl næstkomandi verður haldið málþing um loftgæði í Reykjavík á Hótel Reykjavík Natura, við Reykjavíkurflugvöll. Málþingið stendur frá 13:00 – 16:00 og verður í Þingsal 2.

Á málþinginu verður fjallað um loftgæði í Reykjavík og haldin verða stutt erindi um málið auk pallborðsumræðna. Meðal fyrirlesara eru Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava S. Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur auk fjölda annarra frá ýmsum stofnunum m.a. umhverfisstofnun og lögreglu höfuðborgarsvæðisins svo eitthvað sé nefnt.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir.

Hægt er að lesa sér betur til um viðburðinn hér.