DNA-Helix

Þann 24. apríl næstkomandi mun Mannerfðafræðifélag Íslands (MANNÍS) standa fyrir dagskrá sem ber titilinn DNA dagurinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur dagur er haldinn á Íslandi og er tilgangurinn að kynna mannerfðafræði fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira og er viðburðurinn opinn öllum.

Dagurinn fer fram í Öskju við Sturlugötu 7 í fyrirlestrarsal N-132. Dagskráin stendur frá klukkan 16:00 og verða þá fyrst veitt verðlaun fyrir bestu ritgerðir úr ritgerðasamkeppni. Eftir það munu Ólafur Andri Stefánsson og Snæbjörn Pálsson flytja fyrirlestra tengda erfðaefninu og þeirra vinnu því viðkomandi.

Hægt er að fræðast meira um viðburðinn á heimasíðu MANNÍS en þar er einnig hægt að sækja fróðleik um félagið sjálft.