Mynd: HÍN
Mynd: HÍN

Þann 15. október 2015 tóku gildi ný náttúrverndarlög sem ætlað er að tryggja betri árangur í náttúruvernd auk þess að uppfylla skyldur Íslands í alþjóðasamningum. Náttúruverndarlögin verða kynnt í fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sem fer fram í stofu 132 í Öskju þann 25. janúar næstkomandi á milli 17:15-18:15.

Það er lögfræðingurinn Aagot Vigdís Óskarsdóttir sem kynnir lögin en Aagot vann meðal annars að undirbúningi þeirra. Frekari upplýsingar um erindið má finna hér.