Mynd fengin af vefsíðu Háskóla Íslands
Mynd fengin af vefsíðu Háskóla Íslands

Fimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi fer Nýsköpunarráðstefna í heilbrigðisvísindum fram á Hótel Sögu. Að því er kemur fram í fréttatilkynningu háskólans er þetta í annað sinn sem ráðstefnan er haldin og verða hátt í 30 hugmyndir kynntar í ár.

Með ráðstefnunni skapast vettvangur þar sem starfsfólk, nemendur og samstarfsaðilar Háskóla Íslands geta kynnt verkefni sín og hugmyndir og er dagskráin afar fjölbreytt. Meðal erinda á ráðstefnunni eru erindi um dúkkuna Lúllu sem er ætlað að hafa jákvæð áhrif á líðan ungabarna, keppni nemenda í þróun vistvænna matvæla og tölvuleik sem kennir sjúklingum um verkjameðferð eftir aðgerðir.

Via hvetjum áhugasama til þess að kynna sér þessa spennandi ráðstefnu nánar á vefsíðu Háskóla Íslands.