Þriðjudaginn 24. mars næstkomandi flytur Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir erindið Forvarnir gegn bakteríusýkingum í fiskeldi.

Bjarnheiður er nú kennslustjóri framhaldsnáms við Læknadeild Háskóla Íslands en hún stundaði rannsóknir við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindi á mannamáli sem Lífvísindasetur og Líffræðistofa Háskóla Íslands standa fyrir.

Fyrirlesturinn verður fluttur í Hátíðarsal Háskóla Íslands, klukkan 12:10, þriðjudaginn 24. mars, eins og áður sagði. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fyrirlesturinn og fyrirlestraröðina hér.