Þann 23.-24. mars verður fjórða ráðstefna Vistfræðifélags Íslands haldin á Stykkishólmi. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan vari í tvo daga og munu þá auk hefðbundinna fræðsluerinda og veggspjalda vera nokkurs konar vinnustofur. R

Ráðstefnan er haldin af Vistfræðifélagi Íslands og er hún mikilvægur vettvangur vísindamanna innan vistfræðinnar til að koma saman og kynna rannsóknir sínar sem og að kynnast rannsóknum annarra. Þessar ráðstefnur hafa hingað til verið haldnar í Öskju og hafa einungis varað í einn dag. Því mun þessi fjórða ráðstefna marka tímamót í sögu Vistfræðifélagsins. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Vistfræðifélags Íslands.